Vitagul tröppuborð við Bernhöftstorfu

Umhverfi

""

Skemmtileg tröppuborð eru nú komin í tröppurnar hjá Bernhöftstorfunni en þau auka notagildi þessa fallega svæðis og gefa því upplyftingu.  Með þessari viðbót verða tröppurnar að sæti og hægt er að leggja til dæmis kaffibollann frá sér á borðið. Litur borðanna er í anda Sumarborgarinnar en borðin eru í þessum frísklega vitagula lit sem má sjá víða í miðborginni.

„Þetta er liður í því að gæða borgarrýmin lífi, auka notagildi þeirra og hvetja til meiri samveru og samskipta,“ segja Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður og Pétur Andreas Maack arkitekt hjá Reykjavíkurborg.

Ungbarnaleikvöllur er framan við tröppurnar og eru nýju borðin meðal annars hugsuð fyrir fólk sem er að líta eftir börnum að leik þó allir geti notið þess að setjast niður og hvíla lúin bein.

Tröppuborðin eru íslensk hönnun og framleiðsla.