Vinnuskólinn hækkar laun nemenda | Reykjavíkurborg

Vinnuskólinn hækkar laun nemenda

föstudagur, 5. maí 2017

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að hækka laun nemenda við Vinnuskóla Reykjavíkur um 30%.

  • Reykjavíkurborg - Vinnuskóli Reykjavíkur
    Hópur frá Hagaskóla í Vinnuskólanum sumar 2016. Ljósmyndakeppni Vinnuskólans sumar 2016
  • Reykjavíkurborg - Vinnuskóli Reykjavíkur
    Unnið við að snyrta tré og runna.
  • Reykjavíkurborg - Vinnuskóli Reykjavíkur
    Nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur frá Ártúnsskóla sumar 2016. Ljósmyndakeppni Vinnuskólans sumar 2016

Þegar litið var til launa nemenda í  öðrum sveitarfélögum var ljóst að Reykjavíkurborg hafði dregist nokkuð aftur úr í samanburði við önnur sveitarfélög.

Hækkun launa hjá ungmennum fæddum árið 2002 er 139 krónur á tímann eða úr 464 krónum í 603 krónur. Hjá unglingum fæddum 2001 er hækkunin 185 krónur á klukkustund eða úr 617 krónum í 802 krónur á tímann.

Verði aðsókn í skólann með sama hætti og í fyrra mun kostnaðurinn fyrir borgina vera 14.4 milljónir. Hækkunin mun án efa mælast vel á meðal nemenda skólans.

Foreldrar geta skráð nemendur í Vinnuskóla Reykjavíkur  í gegnum mínar síður hjá Reykjavíkurborg. Allir nemendur úr 9. og 10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík sem eru skráðir fá vinnu. Starfstímabil nemenda er frá 12. júní til 31. júlí. Nemendur starfa hálfan daginn og þeim býðst að vinna alls 105 stundir (báðir árgangar). Í fyrra voru  1174 nemendur skráðir í skólann,  735 úr 9. bekk og 439 úr 10. bekk.  Stúlkur voru 514 og drengir 660 og með þeim störfuðu um 60 leiðbeinendur.