Vinningshafi ljósmyndarýni Ljósmyndasafns Reykjavíkur | Reykjavíkurborg

Vinningshafi ljósmyndarýni Ljósmyndasafns Reykjavíkur

miðvikudagur, 24. janúar 2018

Meistaraneminn Þorsteinn Cameron var hlutskarpastur þátttakenda í ljósmyndarýni 2018 sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur stóð fyrir 19.-20. janúar s.l. og var hluti af dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018.

  • Þorsteinn Cameron.
    Þorsteinn Cameron við myndatökur.

Í verðlaun hlaut Þorsteinn styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937) að upphæð 500.000 kr.

Alls tóku 36 manns þátt í ljósmyndarýninni 28 innlendir og 8 erlendir. Rýnendur voru alls 13 talsins, 6 erlendir og 7 íslenskir.

Markmiðið með ljósmyndarýninni er að útvíkka tengslanet milli ljósmyndara í öllum greinum og gefa þeim tækifæri til að fá ráðleggingar og endurgjöf um verk sín.

Ljósmyndarýni er 20 mínútna fundur þar sem ljósmyndari mætir með myndir sínar, á pappír eða á stafrænu formi og sýnir viðkomandi rýnanda. Auk íslenskra sérfræðinga á sviði ljósmyndunar veittu virtir erlendir rýnendur, sem ýmist eru sýningastjórar á söfnum og galleríum eða ritstjórar ljósmyndatímarita, íslenskum ljósmyndurum umsögn um verk þeirra. Þátttakan getur fært ljósmyndurum ýmis tækifæri eins og boð á erlendar hátíðir og/eða sýningaþátttöku jafnt innanlands sem utan.

Þorsteinn Cameron útskrifaðist með BA í ljósmyndun við London College of Communicatons árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið sem fjalla- og jöklaleiðsögumaður hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Í febrúar n.k. mun hann hefja MA nám í ljósmyndun við Photography Studies College í Melbourne, Ástralíu.

Undanfarið ár hefur Þorsteinn unnið að verkefninu sem færði honum flestu atkvæðin á ljósmyndarýni Ljósmyndahátíðar Íslands 2018. „Mig langaði til að gera eitthvað um jöklana og náttúruna sem ég hef starfað við undanfarin ár en ég vildi helst forðast að taka myndir af jöklum. Ég slóst í för með Jöklarannsóknarfélagi Íslands og fór í tvo leiðangra með þeim á Langjökul og Vatnajökul. Úr þeim ferðum hefur sprottið einskonar heimildarverkefni um starf þessara einstaklinga og þrá þeirra til að skilja betur þessi fyrirbæri sem eru á hverfandi hveli“. Í júní n.k mun Þorsteinn sýna afrakstur síðasta árs í gallerí Ramskram og gefa út litla bók.
 

FYRRI STYRKÞEGAR Á LJÓSMYNDARÝNI

2016 – Agnieszka Sosnowska

2014 – Bára Kristinsdóttir og Valdimar Thorlacius


The winner of Reykjavík Museum of Photography Portfolio Review

We are happy to announce that the winner of the Portfolio Review 2018, organized by the Reykjavík Museum of Photography on 19th and 20th January – as part of The Icelandic Photography Festival 2018 – is the MA student Þorsteinn Cameron. For this, he received ISK 500,000 grant from Magnús Ólafsson photographers‘(1862-1937) Memorial Fund.

A total of 36 people participated in the Portfolio Review 2018, 28 local and 8 from abroad. The reviewers were 13 in total, 6 foreign and 7 Icelandic.

The aim of the portfolio review is to broaden networks between photographers in all branches and give them an opportunity for advice and feedback on their work.

A portfolio review is a meeting, lasting 20 minutes, where a photographer brings his/her photos, either on paper or digitally and shows the reviewer in question.

Along with Icelandic photography specialists, renowned international reviewers, both museum and gallery curators and editors of photographic journals, will give Icelandic photographers guidance regarding their work. Participation in the review can offer photographers various opportunities e.g. participating in festivals and/or exhibitions in Iceland and/or abroad.

Þorsteinn Cameron finished a BA in Photography at London College of Communications in 2014. Since then he has worked as a mountain- and glacier guide at Icelandic Mountain Guides. Incoming February he will start MA studies in Photography at Photography Studies College in Melbourne, Australia.

For the past year, Þorsteinn has worked on the project that brought him the most votes at the Icelandic Photography Festival‘s Portfolio Review 2018. This is what he has to say about the matter:

„I wanted to do something about the glaciers and nature where I have been working the past years. However, I wanted to avoid taking photos of glaciers. I joined a group from the Icelandic Glacier Research Society and went on two expeditions with them on Langjökull glacier and Vatnajökull glacier. From these trips, a sort of a documentary project has emerged about the work of these individuals and their longing to understand more these phenomenon’s that are vanishing“. Incoming June, Þorsteinn will show the yield of last year in Ramskram gallery and publish a small book.

FORMER RECIPIENTS OF THE PORTFOLIO REVIEW

2016 – Agnieszka Sosnowska

2014 – Bára Kristinsdóttir and Valdimar Thorlacius