Viltu hafa áhrif á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar

""

Lögð hafa verið fram til kynningar og umsagnar drög að þjónustustefnu Reykjavíkurborgar en  stefnan er unnin af stýrihópi sem starfar á ábyrgð stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Drögin má finna á vef Reykjavíkurborgar reykjavik.is/thjonustustefna. Þar er einnig að finna opna gátt fyrir ábendingar og athugasemdir.

Lögð hafa verið fram til kynningar og umsagnar drög að þjónustustefnu Reykjavíkurborgar en  stefnan er unnin af stýrihópi sem starfar á ábyrgð stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Drögin má finna á vef Reykjavíkurborgar reykjavik.is/thjonustustefna. Þar er einnig að finna opna gátt fyrir ábendingar og athugasemdir.

Reykjavíkurborg er þjónustuaðili sem leggur áherslu á að veita borgarbúum aðgengilega, fjölbreytta og framúrskarandi  þjónustu. Stærstur hluti starfsemi Reykjavíkurborgar felst í þjónustuveitingu með einum eða öðrum hætti. Íbúar borgarinnar eru viðskiptavinir hennar og eiga rétt á að vita hvers þeir geta vænst þegar þeir sækja þjónustu eða óska eftir henni. Allt starfsfólk borgarinnar sem og svið og deildir innan hennar eiga að vera meðvitaðir um hvað felst í þjónustu Reykjavikurborgar. Skýr þjónustustefna stuðlar að enn betri þjónustu Reykjavíkurborgar við borgarbúa.

Reykjavíkurborg hvetur íbúa til að kynna sér málið og senda inn ábendingar, tillögur og athugasemdir.