Vilt þú verða erindreki á BIG BANG tónlistarhátíðinni í Hörpu?

Börn leika tónlist á Big bang tónlistarhátíðinni í fyrra.

Ef þú ert í 5., 6. eða 7. bekk þá hvetjum við öll til að sækja um. En hvað eru erindrekar?

Erindrekar á BIG BANG hátíðinni taka á móti gestum sem mæta í Hörpu, leiðsegja um húsið, kynna tónleika og uppákomur, taka viðtöl við tónlistarfólk og vinna saman að því að búa til ógleymanlega stemmningu í Hörpu þennan dag.

Þau sem verða valin fara á námskeið hjá Sigyn Blöndal, sem starfað hefur um árabil í fjölmiðlum, og fá þjálfun í að kynna, koma fram, taka viðtöl og fleira.

Ef þér finnst þetta spennandi þá hvetjum við þig til þess að, senda inn myndband þar sem þú segir okkur frá því af hverju þú hefur áhuga á því að taka þátt og af hverju þú værir frábær erindreki.

Myndbandið má ekki vera lengra en 1 mínúta og sendist á barnamenningarhatid@reykjavik.is

Umsóknarfrestur er til 10. mars næstkomandi.