Veita á viðurkenningar fyrir meistaraverkefni í kennslu- og tómstundafræðum

Skóli og frístund

Mynd: Ragnar Th.

Óskað er eftir umsóknum um viðurkenningu fyrir meistaraverkefni sem unnið er á vettvangi skóla- og frístundastarfs í borginni. 

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar veitir viðurkenningar fyrir allt að tólf meistaraverkefni í leikskólakennara-, grunnskólakennara- og tómstundafræðum á árinu 2022. Verkefnin þurfa að vera unnin á vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavíkurborg og hafa hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegu og óformlegu námi barna og unglinga. Verðlaun fyrir sérhvert verkefni nema 250.000 krónum.

Meistaranemar sem vilja koma til álita þurfa að skila inn verkefni sínu í síðasta lagi 1. júní 2022 með rökstuðningi fyrir hagnýtu gildi verkefnisins og umsögn prófdómara. Eingöngu koma til álita meistaraverkefni sem lokið var á tímabilinu 1. júní 2021 til 31. maí 2022.   

Nefnd, skipuð sérfræðingum í starfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs, metur verkefnin og verður tilkynnt um verðlaunahafa í september 2022. Efnt verður til kynninga á verðlaunaverkefnum fyrir stjórnendur og starfsfólk skóla- og frístundasviðs og verkefnin verða einnig kynnt inni í verkfærakistu menntastefnu Reykjavíkurborgar.

Markmið viðurkenninganna er að auka hagnýtingu rannsókna í fagstarfi með börnum og unglingum í borginni, vekja athygli á skóla- og frístundastarfi og hvetja meistaranema til að gera Reykjavík að vettvangi rannsókna, náms og starfs.

Öll gögn skal senda á netfang skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sfs@reykjavik.is merkt Viðurkenning fyrir meistaraverkefni.

Sjá umsóknareyðublað.