Viðbygging Sundhallarinnar fær umhverfisvottun

Framkvæmdir Skipulagsmál

""

Hönnun á nýrri viðbyggingu við Sundhöllina uppfyllir kröfur BREEAM um umhverfisvottun bygginga.   „Þetta er stór áfangi fyrir Reykjavíkurborg og Sundhöllin er fyrsta húsið hjá Reykjavíkurborg sem nær þessum áfanga,“ segir Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds. „Stigagjöfin er 65,8 % sem færir okkur einkunnina „Very Good“.

Ámundi segir að þessa sé aðeins skref í lengra ferli. Nú þegar búið að taka út hönnunina þurfi næst að færa sönnur á það að framkvæmdin sé í samræmi við þau markmið sem sett voru fram í hönnuninni s.s. varðandi efnisval og aðra þætti sem hafa áhrif á umhverfisleg gæði byggingarinnar. Þegar niðurstaða liggur fyrir fær borgin skjöld til staðfestingar og verður honum komið fyrir í Sundhöllinni. 

Tvö önnur verkefni eru í ferli BREEAM vottunar hjá Reykjavíkurborg, en það eru annars vegar ný mannvirki í Úlfarsárdal, en þar er verið að byggja í samtengdum byggingum leikskóla, grunnskóla, menningarmiðstöð, útisundlaug og íþróttamannvirki; og hins vegar ný hverfastöð umhverfis- og skipulagssviðs á Fiskislóð.

BREEAM er alþjóðlegt vottunarkerfi sem metur visthæfi bygginga.  Sjá nánar á www.breeam.com