Viðburðapottur jólaborgarinnar
Undirbúningur fyrir jólahátíðina er nú að hefjast og hefur verið opnað fyrir umsóknir í viðburðapott jólaborgarinnar.
Þau sem hafa í hyggju að efna til viðburða í desember geta sótt um styrk í pottinn að hámarki 400 þúsund krónur.
Markmið verkefnisins er að efla mannlíf og styðja við fyrirtæki; verslun, veitingastaði og aðra þjónustu á svæðinu. Viðburðirnir lífga upp á miðborgina borgarbúum og gestum til ánægju og yndisauka á aðventunni.
Helstu skilyrði fyrir styrkveitingu:
- Verkefnið skal fara fram í miðborginni
- Verkefnið skal glæða borgina lífi og varpa ljósi á fjölbreytileika miðborgarinnar
- Verkefnið skal fara fram á tímabilinu frá 1.–23. desember
- Margir fái að njóta, höfði til alls aldurs og sé þátttakendum að kostnaðarlausu
Ekki eru veittir styrkir vegna jólamarkaða ýmis konar né markaðssetningu einstaka reksturs.
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2023.
Ef frekari upplýsingar vantar er hægt að senda tölvupóst á midborgin@reykjavík.is.