Vesturbæjarbiskupinn - skákmót í Vesturbænum | Reykjavíkurborg

Vesturbæjarbiskupinn - skákmót í Vesturbænum

mánudagur, 27. maí 2013
 • ""
  Verðlaunaafhending.
 • ""
  Einbeittir skákmenn.
 • ""
  Flottir skákkrakkar.
 • ""
  Verðlaunaafhending 2.

Vesturbæjarbiskupinn sem er skákmót fyrir grunnskóla í Vesturbænum var haldið föstudaginn 24. maí sl., en það var Þjónusttumiðstöð Vesturbæjar í samstarfi við Skákakademíu Reykjavíkur sem stóðu að skipulagningu þessa móts. Fjölmargir keppendur mættu til leiks. Nokkrir keppendur annars staðar frá komu líka og var það góð viðbót við góðan keppnishóp. Keppt var í þremur flokkum þ.e. 1. - 3. bekkur, 4. - 7. bekkur og að lokum 8. - 10. bekkur. Að auki var keppt um farandbikar, en þau verðlaun fær sá skóli sem sendir flesta keppendur. Að þesu sinni var það Melaskóli sem bar sigur úr bítum að þessu sinni. Stefnt er að því að vera með þetta mót árlega úr þessu í maí. Gefandi verðlauna var Melabúðin og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá mótinu.