No translated content text
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur þátt í Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 í Glasgow dagana 9.-12. nóvember.
Rétt í þessu lauk Dagur við fyrirlestur um Græna planið, sjálfbæra þróun og Heilsuborgina Reykjavík í skála Norræna ráðherraráðsins á ráðstefnunni.
Á morgun tekur hann þátt í undirskrift samgönguyfirlýsingar loftslagsráðstefnunnar - COP26 Transport Day Declaration.
Fimmtudaginn 11. nóvember verður borgarstjóri frummælandi á viðburði Norræna þróunarsjóðsins og Afríska þróunarbankans í Norræna skálanum um hvernig nýsköpun í borgarþróun geti opnað leiðir að sjálfbærum efnahagsbata – grænar og lífvænlegar borgir.
Dagur segir ráðstefnuna mikilvæga vegna þess að án umfangsmikils alþjóðlegs samstarfs muni ekkert gerast í loftslagsmálum. „Verkefnið er stórt en allar þjóðir þurfa að taka sig á. Borgir heimsins hafa verið leiðandi í því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með ótrúlega fjölbreyttum lausnum sem við skiptumst á að deila hvort með öðru, meðal annars hér í Glasgow.“