No translated content text
Velferðarráð veitti hagsmuna- og félagasamtökum styrki til verkefna á sviði velferðarmála fyrir að andvirði 51.050.000 kr. Styrkþegar veittu þeim viðtöku við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær, miðvikudaginn 4. mars.
Alls bárust 62 umsóknir fyrir um 260 milljónir frá 52 aðilum. Styrkjanefnd mat umsóknirnar út frá átta þáttum og gaf umsóknunum stig í samræmi við það.
Heildarstigafjöldi stiga var síðan hafður til hliðsjónar við ákvörðun um styrkveitingu. Horft var til þess hvort starfsemin væri í samræmi við stefnur og áherslur velferðarráðs, hvort starfsemi/verkefni væru lögbundin, hvort áhersla væri á valdeflingu notenda, hvert væri forvarnargildið og hvort það mætti þörfum jaðarsettra hópa. Einnig var litið til þess hvort markmið verkefnis féllu að styrkjareglum og að umsóknin væri vel framsett.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, afhenti styrkina fyrir hönd ráðsins. Við afhendingu styrkjanna sagði Heiða Björg Hilmisdóttir „að með styrkjunum væri verið að efla samstarf Reykjavíkurborgar við frjáls félagasamtök sem starfa á sviði velferðarmála og styrkja frábært starf þeirra.„
Á þessu ári er m.a. lögð áhersla á verkefni sem huga að jaðarsettum hópum, þeim sem búa við fátækt og ungmennum sem sýna fíkni- og áhættuhegðun. Auk þessa má nefna verkefni sem stuðla að geðheilbrigði, lýðheilsu og samfélagsþátttöku.
EAPN, samtök gegn fátækt, fá styrk til að vinna að verkefnum af ýmsum toga í Samfélagshúsi. Má þar nefna verkefni fyrir erlendar konur sem eykur samfélagsþátttöku þeirra, stuðningur við heimanám barna í Breiðholti, opið hús fyrir ungmenni, leiðir til að virkja jaðarsettra karla og aðstaða fyrir smærri baráttu- og réttindasamtök, svo sem félag fósturbarna og félag leigjenda hjá Félagsbústöðum. Gert er ráð fyrir virkri starfsemi alla daga vikunnar.
Hjálpræðisherinn fékk tvo styrki, alls fjóra og hálfa milljón króna, til tveggja verkefna; Opið hús eða mat, kaffi og spjall fyrir þá sem eru einmana og utangarðs í samfélaginu og Smiðjuna sem er nýtt verkefni í nýju húsnæði hersins þar sem fólk getur bæði fengið starfsþjálfun og unnið að alls kyns sköpun.
SAMFOK fær styrk til að hvetja foreldra til að vera virkir uppalendur. Þetta hafa samtökin gert m.a. með gerð myndbanda og nú á að framleiða myndbönd fyrir foreldra sem tala önnur tungumál en íslensku.
Hugarafl fær hæsta þjónustusamninginn til eins árs, alls fimm milljónir. Hjá Hugarafli fer fram öflug endurhæfing til að bæta geðheilsu sem stendur Reykvíkingum til boða þeim að kostnaðarlausu.
Foreldrahús fær þjónustusamning til árs upp á fjórar milljónir króna til ráðgjafar við foreldra barna sem sýna vímuefna- eða áhættuhegðun.
Almennir styrkir;
ADHD Samtökin
Þýðingar á fræðslubæklingum um ADHD.
kr. 500.000.-
ADHD Samtökin
Ráðgjöf og stuðningur til fólks með ADHD
Kr. 1.000.000.-
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn
Dagskrá vegna Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins
kr. 350.000.-
EAPN á Íslandi, samtök gegn fátækt
Samfélagshús
kr. 3.000.000.-
Einhverfusamtökin
Stuðningshópur fyrir einhverfa í Reykjavík. Einhverfusamtökin reka stuðningshópa fyrir unglinga og fullorðna á einhverfurófi. Markmiðið er að efla félagsfærni og þátttöku í samfélaginu.
Kr. 200.000.-
Félag fósturbarna
kr. 500.000.-
Guðjón Herbert Gunnarsson
Fær styrk fyrir batavinnu
kr. 500.000.-
Gigtarfélag Íslands
Félagsstarf, fræðsla og stuðningur við fólk með gigtarsjúkdóma og annan stoðkerfisvanda í Reykjavík
Kr. 300.000.-
Hjálparstarf kirkjunnar
Töskur með tilgang. Virkniverkefni fyrir erlendar konur sem hittast vikulega og sauma fjölnota innkaupapoka og eiga saman ánægjulega og gefandi stund
Kr. 800.000.-
Hjálparstarf kirkjunnar
Samvera og góðar minningar
kr. 200.000
Hjálpræðisherinn á Íslandi
Opið hús fyrir jaðarsetta einstaklinga. Matur, kaffi og spjall.
Kr. 2.000.000.-
Hjálpræðisherinn á Íslandi
Smiðjan
Kr. 2.500.000.-
Hjólafærni á Íslandi
Hjólað óháð aldri –fáum vind í vangann
kr. 300.000.-
Höndin
Sjálfstyrking og samhjálp. Sjálfstyrking fyrir einstaklinga eftir áföll til að efla þá, greina vanda og benda á lausnir. Efla félagslega færni og atvinnuþátttöku.
Kr. 200.000.-
Íþróttafélag Reykjavíkur
Vegna verkefnisins TINNU og Íþróttaskóla ÍR.
kr. 500.000.-
Rauði krossinn /Heimsóknarvinir
Sjálfboðaliðar, karlar og konur frá 18 ára aldri heimsækja félagslega einangraða einstaklinga einu sinni í viku í klukkustund í senn.
Kr. 500.000.-
SAMFOK
Það eru engir töfrar – Virkni foreldra skiptir máli.
kr. 1.000.000.-
Samningar til eins árs;
Afstaða til ábyrgðar
Þjónustusamningur við Afstöðu
kr. 3.000.000.-
Blindrafélagið
Stuðningur til sjálfstæðis.
kr. 3.000.000.-
Drekaslóð
Hópastarf Dreka
kr. 3.000.000.-
Félag heyrnarlausra
Þjónusta við heyrnarlausa íbúa í Reykjavíkurborg
kr. 3.000.000.-
Fjölskylduhjálp Íslands
Enginn án matar í Reykjavík
kr. 500.000.-
Hjólakraftur slf.
Heilsueflandi stuðningsþjónustu
kr. 2.000.000.-
MS-félag Íslands
Þjónustusamningur um ráðgjafaþjónustu
kr. 1.200.000.-
Mæðrastyrksnefnd Reykjavík
Aðstoð við bágstadda
1.000.000.-
Pieta samtökin
Þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendur
kr. 3.000.000.-
Rauði krossinn í Reykjavík
Frú Ragnheiður
kr. 3.000.000.-
Rótin
Stuðningssetur Rótarinnar
kr. 2.000.000.-
Samtök um stuðningsetur fyrir ungt fólk
Bergið – headspace
kr. 3.000.000.-
Vímulaus æska – Foreldrahús
Sértæk þjónustuverkefni v. unglinga í vímuefna og áhættuhegðun
kr. 4.000.000.-
Hugarafl
Endurhæfing og valdefling
kr. 5.000.000.-