Velferðarkaffi um þjónustu við börn | Reykjavíkurborg

Velferðarkaffi um þjónustu við börn

miðvikudagur, 28. nóvember 2018

Velferðarráð Reykjavíkur ætlar í vetur að halda opna morgunverðarfundi, Velferðarkaffi, um málefni sviðsins. Fyrsti fundurinn verður haldin föstudaginn 30. nóvember næstkomandi og verður þjónusta við börn í brennidepli.

  • Fjöskylda að ganga Bankastræti.
    Fjöskylda að ganga Bankastræti.

Fundurinn, sem hefst með morgunverði kl. 8.15 verður um börn með tilfinningalegan og/eða félagslegan vanda og fjölskyldur þeirra. Fundurinn er að þessu sinni í Bólstaðarhlíð 43.

Spurt er hvernig tryggjum við framúrskarandi þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í Reykjavík?

Dagskrá fundarins;

8.15 - 8.30 - Mæting og morgunkaffi

8.30 – 8.45        

Velkomin!
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs flytur opnunarávarp

Hugmyndir um þróun þjónustunnar
Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

8.45 – 9.30 verða fluttir örfyrirlestar

Okkar reynsla
Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir framhaldsskólanemi segir frá þjónustu á unglingsárum
Anna M. Hlíðdal móðir segir frá reynslu af Morgunhana og uppeldisstuðningi inn á heimili
Vilhjálmur Eiríksson faðir segir frá reynslu af PMT námskeiði og áhrifum þess á fjölskylduna

Hvernig geta frístundamiðstöðvar komið að þjónustunni?
Guðrún Kaldal forstöðumaður Tjarnarinnar

Hjólakraftur
Lára S. Baldursdóttir, deildarstjóri stuðningsþjónustu í Breiðholti

Klókir krakkar
Íris Ósk Ólafsdóttir sálfræðingur á þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts

Er kominn tími á nýja nálgun?
Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi á BUGL

9.30 – 10.00 - Umræður og samantekt

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir!  Næsta velferðarkaffi verður 25. janúar nk. og verður nánar auglýstur síðar.