Vel heppnuð upplestrarkeppni í Breiðholti

Mannlíf Skóli og frístund

""

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti er árviss viðburður í hverfinu. Keppnir voru haldnar í öllum 7. bekkjum hverfisins fyrr í vetur og lokahátíðin var síðan haldin í Seljakirkju fimmtudaginn 16. mars. Þar lásu tíu nemendur, tveir frá hverjum skóla í Breiðholti, og stóðu sig öll afskaplega vel. Dómnefnd valdi Karl Ými Jóhannesson úr Seljaskóla sem sigurvegara. Í 2. og 3. sæti urðu þær Hafrún Arna Jóhannsdóttir og Aldís Lóa Benediktsdóttir, báðar úr Hólabrekkuskóla. Milli atriða sungu nemendur úr Breiðholti og spiluðu á hljóðfæri.