Vegna fréttar um innkaupamál á umhverfis- og skipulagssviði

Stjórnsýsla Framkvæmdir

""

Leiðrétting vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins um innkaupamál Reykjavíkurborgar á umhverfis- og skipulagssviði. 

Mikillar ónákvæmni gætir í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag þar sem því er haldið fram að umhverfis- og skipulagssvið hafi greitt 395 milljónir án útboðs til sérfræðinga. Þetta er rangt. Af þessum 395 milljónum voru um 75 milljónir sem fóru í gegnum útboð eða verðfyrirspurn, 127 milljónir voru greiddar vegna laga um höfundarrétt í kjölfar samkeppni sem kemur beinlínis í veg fyrir útboð. Þá voru greiddar 184 milljónir með beinum kaupum á þjónustu þar sem gerður er samningur við viðkomandi fyrirtæki. Þá er það mat sviðsins að þótt rammasamningar séu nú í undirbúningi er alls óvíst hvort þeir skili eins miklum ávinningi og haldið er fram í ljósi þess að Reykjavíkurborg fær hagstæð verð frá þjónustuaðilum vegna gríðarlegs umfangs starfseminnar. 

Kaup á þjónustu hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur eru afar umfangsmikil enda stendur yfir eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Sviðið sér m.a. um allar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni Reykjavíkurborgar s.s. fasteignir, samgöngur, umhverfismál,  skipulagsmál og margt fleira.

Þegar þjónusta er keypt inn á umhverfis- og skipulagssviði er verð fengið, gerður samningur og unnið á grundvelli tímaáætlunar þannig að útgjöldin verði fyrirsjáanleg. Öll stærri verkefni eru boðin út í opnum útboðum eða verðfyrirspurnir gerðar þar sem haft er samband við nokkur fyrirtæki og fengin tilboð  í viðkomandi verk. Þá eru kaup byggð á lögum um höfundarétt og kaup af arkitektum í kjölfar hönnunarsamkeppna einnig umfangsmikil.

Gerð rammasamninga vegna kaupa á sérfræðiþjónustu er í undirbúningi  á innkaupadeild og hjá umhverfis- og skipulagssviði en alls óvíst er hversu miklu slíkir samningar myndu skila enda fær sviðið hagstæð verð hjá verkfræði- og arkitektastofum sem umfangsmikill þjónustukaupandi.

Innkaupamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ákveðinni endurskoðun, nýbúið er að samþykkja endurskoðaðar innkaupareglur, verið er að stórefla innkauparáð og rammasamningar í undirbúningi eins og áður segir.

Hér að neðan er sundurliðun vegna kaupa á sérfræðiþjónustu á umhverfis- og skipulagssviði á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem fram kemur í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði 23. maí 2019: