Vegglist í Breiðholti | Reykjavíkurborg

Vegglist í Breiðholti

mánudagur, 26. mars 2018

Nemendur á myndlistarbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti máluðu um helgina vegglistaverk á húsgafl við Vesturberg 70 – 74.

 • Hrært en ekki hrist
  Hrært en ekki hrist
 • Fyrst þurfti að hreinsa
  Fyrst þurfti að hreinsa
 • Fyrri dagur
  Fyrri dagur
 • Röskur hópur
  Röskur hópur
 • Segðu mér
  Segðu mér
 • Brátt tilbúið
  Brátt tilbúið
 • Skissa af vinningsmyndinni
  Skissa af vinningsmyndinni

Myndlistarbrautin stóð fyrir samkeppni meðal nemenda um besta vegglistaverkið og varð hugmynd Moniku Jóhönnu Karlsdóttur Fuglaflæði fyrir valinu.  

Það var húsfélagið sem óskaði eftir því við myndlistarbrautina að máluð yrði mynd á gaflinn, en hann hefur í gegnum tíðina verið vinsæll meðal veggjakrotara.

Húsfélagið, Reykjavíkurborg og Litaland styrktu verkefnið.

Myndir eru fengnar af Facebooksíðu myndlistarbrautar FB.