Vara innkölluð: Plast gæti verið í Síríus súkkulaði

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Innköllun á Síríus Rjómasúkkulaði og Síríus Suðusúkkulaði vegna þess að aðskotahlutur plast) getur verið í súkkulaðinu.

Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað tvær stærðir af Síríus Rjómasúkkulaði og eina stærð af Síríus Suðusúkkulaði vegna þess að ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðið.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki

Síríus

Síríus

Síríus

Vöruheiti

Rjómasúkkulaði

Rjómasúkkulaði

Suðusúkkulaði

Strikanúmer

5690576570585

5690576570608

5690576560302

Nettómagn

3x100 g

150 g

300 g

Best fyrir

03.06.2021 04.06.2021

17.06.2021

09.06.2021

10.06.2021 11.06.2021 12.06.2021

Framleiðandi

Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.

Framleiðsluland

Ísland.

Dreifing

Verslanir um land allt.

Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáanlegt neytendum þegar varan er opnuð.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í þeirri verslun þar sem þær voru keyptar eða hjá Nóa Síríusi.

Nánari upplýsingar veitir Nói Síríus, noi@noi.is, 575 1800.