Til stendur að fegra og endurgera torg og útisvæði í Mjóddinni. Farið verður í fyrsta áfanga á næstu mánuðum.
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við fyrsta áfanga endurgerðar á útivistar- og torgsvæðum í Mjódd. Um er að ræða torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, á milli kirkjunnar og Þangbakka 8-10. Unnið verður áfram að undirbúningi og hönnun vegna síðari áfanga en verkið verður unnið í þremur áföngum.
Svæðið verður hellulagt og komið fyrir gróðurbeðum, leiksvæðum, bekkjum og lýsingu. Á sínum tíma var öspum plantað á þessum svæðum og hafa ræturnar farið illa með hellulagnir. Verður nýjum gróðri komið fyrir í stað þess sem verður tekinn.
Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga verksins sem verður unninn á þessu ári er 50 milljónir króna.