Úti alla nóttina er yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum hópsins miðvikudaginn 12. mars næstkomandi.
Eins og þema fundarins ber með sér munu fyrirlesarar fjalla um næturlíf og neyslu ungmenna.
- Jóhann Karl Þórisson, aðalvarðstjóri Lögreglustöð miðborgar, heldur erindi sem hann kallar ...uns dagur rennur á ný.
- Eydís Blöndal, varaformaður Sambands íslenskra framhaldsskólakennara spyr í erindi sínu Hvað segir unga fólkið um næturlífið?
- Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur fá Embætti landlæknis flytur erindi sem heitir Áfengisneysla Íslendinga og áhrif hennar á annan en neytandann 2001 – 2013
Að venju eru opnar umræður á eftir erindum en það er Stefanía Sörheller sem er fundarstjóri að þessu sinni.
Morgunverðarfundur Náum áttum er 12. mars að Grand hótel klukkan 08.15-10.00. Þátttökugjald er 2000 krónur en innifalið í því er morgunverður. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu www.naumattum.is