Unnið við sorphirðu á morgun

Umhverfi

""

Sorphirðan í Reykjavík verður að störfum víða um borgina á morgun laugardaginn 4 janúar ef veður leyfir. 

Unnið verður við sorphirðu í Reykjavík frá því klukkan 7 í fyrramálið og verður unnið eins lengi og veður leyfir en gefin hefur verið út gul veðurviðvörun vegna höfuðborgarsvæðisins á morgun. Hirt verður úr sorpílátum í Laugardal, Túnum, Háaleiti og Bústöðum. Auk þess verður hirt sorp frá fjölbýlishúsum í Hólum, Fellum og í Seljahverfi (Strandasel og Stíflusel) eins og hægt er.

Í ljósi slæmrar veðurspár þurfa íbúar þó að gera ráð fyrir því að hætta þurfi við sorphirðu og ekki náist að tæma öll ílát.

Sorphirða Reykjavíkur vill biðja íbúa að huga að ílátum sínum þegar veðrið er gengið niður, moka vel frá og tryggja öruggar gönguleiðir og gott aðgengi svo sorphirðan nái aftur áætlun sem fyrst og allir íbúar fái sína þjónustu.