Ungmennadanshópurinn FORWARD útnefndur Listhópur Reykjavíkur

Menning og listir

Ungmennadanshópurinn FORWARD er Listhópur Reykjavíkur 2023
Ungmennadanshópurinn FORWARD stillir sér upp í hópmynd við sviðið í Iðnó þegar hópurinn var valinn Listhópur Reykjavíkur 2023.

Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2023 fór fram í Iðnó í dag, fimmtudaginn 12. janúar. Skúli Helgason formaður ráðsins gerði grein fyrir úthlutuninni, útnefningu Listhóps Reykjavíkur 2023 og öðru framlagi borgarinnar til menningarmála.

Líkt og áður var faghópi, skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands, falið að fara yfir styrkumsóknir og leggja til styrki til menningar og lista. Alls voru 172 umsóknir til meðferðar þar sem sótt var um tæpar 270 milljónir króna. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 45,4 milljónir króna til úthlutunar á sviði menningarmála árið 2023, þar af tvær milljónir til Listhóps Reykjavíkur og veitti vilyrði fyrir 66 styrkjum.

Sex nýir og endurnýjaðir samstarfssamningar

Veittir voru sex styrkir til samstarfssamninga til þriggja ára, alls 15 milljónir króna. Nýir og endurnýjaðir samstarfssamningar eru við Sequences myndlistarhátíð (3 m.kr.), LÓKAL alþjóðlega sviðlistahátíð í Reykjavík (3 m.kr.), Myrka músíkdaga (3 m.kr.), Reykjavík Ensemble (2 m.kr.), Myndhöggvarafélagið í Reykjavík ( 2 m.kr.) og Mengi (2 m.kr.). Fyrir eru sex hópar með eldri samninga í gildi en það eru Bókmenntahátíð í Reykjavík, Jazzhátíð Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Kammersveit Reykjavíkur, Caput-hópurinn og sýningarrýmið Harbinger.

Brú eftir framhaldsnám fyrir unga dansara

Ungmennadanshópurinn FORWARD var útnefndur Listhópur Reykjavíkur þetta árið og hlýtur tveggja milljóna króna styrk. FORWARD er hópur fyrir unga dansara, ætlaður þeim sem hafa góðan grunn í dansi, hafa lokið framhaldsbraut í listdansi og/eða hafa áhuga á að þróa sig sem danslistamenn. Danshópurinn er hugsaður sem nokkurs konar brú eftir framhaldsnám áður en ungir dansarar halda í háskólanám eða taka fyrstu skrefin út í atvinnulífið. Dansarar FORWARD fá tækniþjálfun í fjölbreyttum danstegundum og fá tækifæri til að vinna verk með atvinnudanshöfundum sem eru virkir í dansgreininni hérlendis og erlendis. Einnig fá dansararnir að kynnast ólíkum möguleikum á sviði danslistar, fræðslu um áframhaldandi nám og starfsleiðir í dansi og aðstoð við undirbúning inntökuprófa auk þess sem gestalistamenn koma í heimsókn og kynna ólíkar vinnuaðferðir. Í gegnum árin hefur FORWARD tekið þátt í fjölmörgum viðburðum og hátíðum á Íslandi sem erlendis og var hópurinn tilnefndur til Grímunnar fyrir Sprota ársins 2022. Utanumhald með FORWARD er í höndum Dansgarðsins sem hefur þróað samstarf með fjölbreyttum stofnunum og hátíðum sem flestar eru staðsettar í Reykjavík, en einnig erlendis og samræmist það vel því markmiði menningarstefnu Reykjavíkurborgar að styðja við og styrkja tengslanet borgarinnar við hið alþjóðlega listumhverfi. Listrænn stjórnandi Forward er Hrafnhildur Einarsdóttir og verkefnastjóri er Aude Busson.

UNGI sviðslistahátíð og TORG listamessa fá hæstu árlegu styrkina

Hæstu árlegu styrkina fyrir árið 2023 hlutu UNGI árleg sviðslistahátíð fyrir unga árhofendur og RVK Fringe Festival með tveggja milljóna króna styrki og TORG listamessa á vegum SÍM og Design Talks Reykjavík á vegum Hönnunarmiðstöðar með 1,5 milljóna króna styrki.  Aðrir styrkir nema hæst 1,2 milljónum króna og lægst 200.000 krónum.

Hæstu framlög til menningarlífsins í borginni fyrir utan rekstur menningarstofnana hennar -  Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns - fara til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Jafnframt njóta Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð í Tjarnarbíói, Bíó Paradís, Nýlistasafnið, Dansverkstæðið, Kling og Bang, Iðnó og Stockfish húsnæðis- og/eða rekstrarstyrkja frá Reykjavíkurborg.

 

STYRKVEITINGAR MENNINGAR-, ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐS 2023

Samstarfssamningar til 3 ára:
3 m.kr.              Sequences myndlistarhátíð
3 m.kr.              Lókal alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík
3 m.kr.              Myrkir músíkdagar (Tónskáldafélag Íslands)
2 m.kr.              Reykjavík Ensemble (Heimsleikhúsið)
2 m.kr.              Myndhöggvarafélagið í Reykjavík
2 m.kr.              Mengi (Hlutmengi)

Samstarfssamningar samtals: 15 m.kr.

Listhópur Reykjavíkur 2023:
2 m.kr.              Ungmennadanshópurinn Forward (Dansgarðurinn)

 

Styrkir til verkefna 2023:

2 m.kr.              ASSITEJ á Íslandi – EGGIÐ, UNGI ´23 – ´24, Alþjóðl. sviðl.hátíð fyrir unga áhorfendur
2 m.kr.              Grasrótin, félagasamtök - RVK Fringe Festival

1,5 m.kr.           SÍM, samband íslenskra myndlistarmanna - Torg Listamessa 2023 í Reykjavík
1,5 m.kr.           Miðstöð hönnunar og arkitektúrs ehfs - DesignTalks Reykjavik 2023

1,2 m.kr.           Hringleikur - sirkuslistafélag - Rekstur Hringleiks sirkuslistafélags 2023

1 m.kr.              Alþjóðleg kvikmyndahátíð Rvk ehf. - UNG RIFF
1 m.kr.              Múlinn – jazzklúbbur - Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu
1 m.kr.              Heimili kvikmyndanna - Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð 2023
1 m.kr.              Mýrin, félag um barnabókmenntahátíð - Leikur úti í mýri
1 m.kr.              Kammerhópurinn Nordic Affect - Starf kammerhópsins Nordic Affect
1 m.kr.              LAB LOKI, félagasamtök - Marat/Sade
1 m.kr.              Barnafestival - Kátt á Klambra Barnamenningarhátíð

900.000 kr.       Open, félagasamtök - Open sýningarrými
900.000 kr.        Fyrirbæri ehf. - Fyrirbæri: sýningar, gallerí og vinnustofur
900.000 kr.       Schola Cantorum, kammerkór – Schola Cantorum

 

800.000 kr.       Afrika-Lole áhugamannafélag – FAR Fest Afrika Reykjavík 2023

800.000 kr.       Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar - MetamorPhonics á Íslandi 2023

800.000 kr.       Listvinafélagið í Reykjavík -Listvinafélagið í Reykjavík

800.000 kr.       List án landamæra, listafélag. - Götustrigi Reykjavíkur

800.000 kr.       Gunnsteinn Ólafsson – Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

800.000 kr.       Leikfélagið Hugleikur – Hugleikur 40 ára

800.000 kr.       GRAL áhugafélag um leikslist – Sviðslistaverkið „Ég er ekki Jóhanna af Örk“

800.000 kr.       Ásrún Magnúsdóttir – Litla systir

 

700.000 kr.       Pan Thorarensen – Extreme Chill Festival 2023

700.000 kr.       Ástríður Jónsdóttir – Associate Gallery

 

600.000 kr.       Selma Reynisdóttir – Satanvatnið

600.000 kr.        Pysja sf. – Samtímalist í Café Pysju (sýningardagskrá 2023)

600.000 kr.       Dansverkstæðið – JÚLÍ23, vinnustofuverkefni

600.000 kr.        Hildigunnar Halldórsdóttir – 15:15 tónleikasyrpan

 

500.000 kr.       Elfa Lilja Gísladóttir – Upptakturinn 2023, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

500.000 kr.       Sigurður Atli Sigurðsson – Reykjavík Art Book Fair

500.000 kr.        Hennar rödd – Konur af erlendum uppruna í listum

500.000 kr.       Listfélagið Klúbburinn – Tóma rýmið

500.000 kr.       Vinnslan listhópur – Vernd

500.000 kr.       Dansfélagið Lúxus – Ó, ljúfa líf

500.000 kr.       Yelena Nadjeschda Ita Arakelow – Improv for Dance Enthusiasts

500.000 kr.       Orðskjálfti, félagasamtök – Ritsmiðjur Orðskjálfta

500.000 kr.       Þórey Birgisdóttir – Ífegenía Íslands

500.000 kr.       NAT ehf. – „Vík burt! Hið illa er enn að verki í veröldinni“

500.000 kr.       Guðrún Hrund Harðardóttir – Hlustað á þögnina, hljómur árstíðanna í Elliðaárdal

500.000 kr.       Töfrahurð – Muggur tónlistaræfintýrið Dimmalimm

500.000 kr.       Textílfélagið – Textílhönnun í fortíð og nútíð

500.000 kr.       Elísabet Birta Sveindóttir – DANSATANZA

500.000 kr.        Leikhópurinn Perlan – Slysaskot í Palestínu

500.000 kr.       Menningarfélagið Flanerí – Flanerí RVK

500.000 kr.       Samskiptamiðstöð heyrnarlausra – Táknmálstúlkun tómstunda- og menningarviðburða

500.000 kr.       Jónas Hauksson – Hellirinn Metalfest

 

450.000 kr.       Lúðrasveitin Svanur – Svanurinn – Á hátíðarstundum

450.000 kr.        Lúðraveit verkalýðsins – Lúðraveit verkalýðsins

450.000 kr.        Lúðrasveit Reykjavíkur – Tónleikahald og önnur verkefni 2023

 

400.000 kr.       Gallerí Undirgöng – Gallerí Undirgöng

400.000 kr.       Raflistafélag Íslands – Raflost 2023

400.000 kr.       Kristín Ómarsdóttir – Glerhúsið: vor, sumar og haust 2023

400.000 kr.       Óskar Örn Arnórsson – Slökkvistöðin

400.000 kr.        Stefan sand Groves – Look at the Music!

400.000 kr.       Magnús Thorlacius – Lónið

400.000 kr.       Elizabeth Rachel Nienhuis – Snákur‘s Sleepover

 

300.000 kr.       Töframáttur tónlistar sf. – Töframáttur tónlistar

300.000 kr.       Björk Níelsdóttir – Fjárlögin í fínum fötum

300.000 kr.        Bjarni Snæbjörnsson – Gúbbífiskur, leikverk

300.000 kr.       Laufey Sigurðardóttir – Mozart tónleikar á fæðingardegi tónskáldsins

300.000 kr.       Anna Kolfinna Kuran – Dætur: tíu ára afmælissýning

 

250.000 kr.       Q – félag hinsegin stúdenta – Listamarkaður Q-félagsins

 

200.000 kr.        Þórdís Gerður Jónsdóttir – Tónleikar á hjúkrunarheimilum í Reykjavík

200.000 kr.       Alltaf nóg slf.  – Sjö ljóð úr óskrifaðri ljóðabók

 

Styrkir til verkefna samtals: 43,4 m.kr.