Undirbúningur fyrir hverfisskipulag Kjalarness | Reykjavíkurborg

Undirbúningur fyrir hverfisskipulag Kjalarness

þriðjudagur, 28. mars 2017

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun heimsækja Kjalarnes næstkomandi fimmtudag, 30 mars, vegna undirbúnings fyrir hverfisskipulag Kjalarnes. Borgarstjóri mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir auk þess að sitja íbúafund um hverfisskipulagið í félagsheimilinu Fólkvangi sem hefst kl. 17:30.

  • Líkan af byggðinni á Kjalarnesi sem börnin í Klébergsskóla hafa gert svo betur sé hægt að átta sig á skipulagi hverfisins. Mynd: Reykjavíkurborg.
    Líkan af byggðinni á Kjalarnesi sem börnin í Klébergsskóla hafa gert svo betur sé hægt að átta sig á skipulagi hverfisins.
  • Börn vinna að líkanasmíð í tengslum við hverfisskipulag. Slík líkön verða gerð fyrir öll hverfi Reykjavíkur. Mynd: Reykjavíkurborg.
    Börn vinna að líkanasmíð í tengslum við hverfisskipulag. Slík líkön verða gerð fyrir öll hverfi Reykjavíkur.
  • Útikennslusvæði við Klébergsskóla á Kjalarnesi. Mynd: Reykjavíkurborg.
    Útikennslusvæði við Klébergsskóla á Kjalarnesi. Mynd: Reykjavíkurborg.

Hverfisskipulag er ný áætlun fyrir öll hverfi Reykjavíkur, sem sýnir hvar styrkleikar og veikleikar þeirra liggja. Skipulaginu er ætlað að auðvelda skipulagsvinnu, áætlanagerð auk þess að hvetja fólk til að taka þátt í að móta hverfið sitt. Nú er komið að því að leita til íbúa um þátttöku í mótun hverfisskipulags fyrir Kjalarnes.

Dagskrá

Borgarstjóri heimsækir fyrirtæki og stofnar á Kjalarnesi

Viðvera verkefnisstjóra hverfisskipulags frá kl. 15.00 - 17.00 í félagsheimilinu Fólkvangi

Íbúafundur borgarstjóra um hverfisskipulag frá kl 17.30 - 19.00 í félagsheimilinu Fólkvangi

Meðal efnis á fundinum verða framkvæmdir í hverfinu og undirbúningur að nýju hverfisskipulagi.

Sérstaklega verður leitað eftir hugmyndum íbúa um breytingar og úrbætur í borgarhlutanum.

Foreldrar og nemendur í Klébergsskóla eru sérstaklega boðin velkomnir

Sjá nánar um hverfisskipulag