Umhverfis- og auðlindastefna tryggir lífsgæði borgarbúa

Skipulagsmál Umhverfi

""
Umhverfis- og auðlindastefna Reykjavíkur hefur verið gefin út á vefnum. Markmið hennar er meðal annars að tryggja lífsgæði borgarbúa.
Umhverfis- og auðlindastefnan, sem er hluti af Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010 – 2030, hefur verið gefin út á vefnum ásamt umhverfisvísum. Í stefnunni er meðal annars skýring og umfjöllun um náttúruauðlindir og þjónustu vistkerfa. Þar kemur markmiðasetning fram og helstu mælikvarðar varðandi sjálfbæra nýtingu.
 
Í stefnunni kemur m.a. fram að þjónusta náttúrunnar verður styrkt og neikvæð umhverfisáhrif lágmörkuð. Lífsgæði núlifandi og næstu kynslóða borgarbúa verða tryggð með því að meta auðinn sem felst í þjónustu náttúrunnar og hreinu umhverfi.
 
Stefnunni verður framfylgt í níu málaflokkum um auðlindir, samgöngur, skipulag, gæði umhverfis, loftslagsmál, menntun til sjálfbærni, náttúra og útivist, neysla og úrgangur, rekstur Reykjavíkurborgar.
 
Umhverfis- og auðlindastefna snýst um að tryggja lífsgæði núlifandi og næstu kynslóða borgarbúa með tvennum hætti. Annars vegar að meta auðinn sem felst í náttúrunni og hreinu umhverfi. Hins vegar að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og tryggja að þjónusta náttúrunnar styrkist.
 
Í umhverfisvísunum sem fylgja stefnunni koma m.a. fram upplýsingar um samgöngumáta borgarbúa, mælingar á umhverfisgæðum, heimsóknir borgarbúa á græn svæði og laxagengd í Elliðaárdal.
 
Borgarbúar eru hvattir til að kynna sér stefnuna: