Umferðartakmarkanir á Þorláksmessu        

""

Takmarkanir og lokanir á umferð verða þó nokkrar í miðborginni á Þorláksmessu.

Búast má við fjölda fólks í miðborginni á Þorláksmessu og verður göngugötusvæði stærra en ella.

Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti.

Klukkan 18 verða lokanir umfangsmeiri og ná að mótum Barónsstígs og Laugavegs,  auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá 17-18 vegna upphafs friðargöngu niður Laugaveg.

Lokanir tryggja öryggi gangandi og akandi vegfarenda á þessum fjölsótta verslunardegi í miðborginni. Við minnum á almenningssamgöngur og bílahús borgarinnar.