Umferðartafir á Kringlumýrarbraut vegna framkvæmda | Reykjavíkurborg

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut vegna framkvæmda

mánudagur, 11. september 2017

Búast má við miklum umferðartöfum á Kringlumýrarbraut frá og með morgundeginum 12 september til 26. september þegar Veitur endurnýja stofnlögn kalds vatns frá lokahúsi við Stigahlíð 33a yfir Kringlumýrarbraut.

  • Hér má sjá hvar framkvæmdirnar fara fram.
    Hér má sjá hvar framkvæmdirnar fara fram.

Með nýrri lögn er rekstraröryggi vatnsveitunnar aukið og komið er til móts við aukna þörf á köldu vatni vegna þéttingar byggðar í vesturhluta borgarinnar, m.a. til brunavarna.

Hafist verður handa við þverun götunnar á þriðjudagsmorgun og eins og fyrr segir stendur verkið yfir í tvær vikur. Þann tíma verður verulega þrengt að umferð en þó verða opnar akreinar í báðar áttir. Á meðan á framkvæmdunum stendur þurfa ökumenn á þessari leið að gera ráð fyrir auknum ferðatíma, sérstaklega á háannatíma á morgnana og síðdegis. Verið getur að þrengingin á Kringlumýrarbraut hafi einnig áhrif á umferð um Miklubraut. Er vegfarendum bent á að fara aðrar leiðir sé þess kostur.
Á kortinu má sjá hvar sá hvar Kringlumýrarbrautin verður þveruð til að endurnýja vatnslögnina.  

Starfsfólk Veitna biður vegfarendur velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir skapa.

Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá - endurnýjun kaldavatnslagnar yfir Kringlumýrarbraut