Umboðsmenn friðar - Líðan og litir

Skóli og frístund Menning og listir

""

Á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur eru listaverk eftir nemendur í grunnskólum borgarinnar sem verða til sýnis og var gestum á öllum aldri boðið að taka þátt í þremur mismunandi lista- og vinnusmiðjum.

Listaverkin á sýningunni eru eftir nemendur úr Fellaskóla, Laugarnesskóla og Austurbæjarskóla sem tóku þátt í námskeiði Höfða friðarseturs, Umboðsmenn friðar, síðastliðið haust.

Verkefnið Umboðsmenn friðar grundvallast á námskeiði í mannréttinda- og friðarfræðslu sem Höfði friðarsetur Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg standa að í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Rauða kross Íslands, Listaháskóla Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmiðið með námskeiðinu er stuðla að aukinni friðar- og mannréttindafræðslu meðal grunnskólabarna og efla þekkingu þeirra á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með skapandi hætti. Verkin sem sýnd verða á sýningunni á morgun voru unnin á námskeiðinu í listasmiðju sem nefnist „Litir og líðan“ og var í umsjón Fríðu Maríu Harðardóttur.

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, flytur opnunarávarp.

Auður Örlygsdóttir, verkefnastjóri Höfða friðarseturs, og Juan Camilo, uppeldis- og meðferðarráðgjafi hjá Ungmennasmiðjum Reykjavíkurborgar, fjalla örstutt um friðarfræðsluna og markmið námskeiðsins Umboðsmenn friðar.

Fríða María Harðardóttir, myndlistakennari, segir nokkur orð um listasmiðjuna „Litir og líðan“ og listaverkin á sýningunni.

Boðið verður upp á Lista- og vinnusmiðjur þar sem gestir á öllum aldri geta tekið þátt.: 

„Hljóð & ljóð“ í umsjá Angelu & Ignacio

„Litir og líðan“ í umsjá Fríðu Maríu & Andreu Magdalenu

„Aristótelesarkaffi“ í umsjá Elínar Kristjánsdóttur

Sýningin stendur yfir til fimmtudagsins 20. febrúar.

Ókeypis inn og öll velkomin!