Úlfarsfell - fjarskiptamastur og útsýnispallur

Skipulagsmál

""

Kynningarfundur fimmtudaginn 6. desember kl. 20 í leikskólabyggingu Dalskóla.

Reykjavíkurborg og Sýn hf hafa látið vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir um 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli.

Umrædd framkvæmd tryggir fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og til að lágmarka sjónræn áhrif mannvirkja er lagt til að unnið verði með náttúruleg byggingarefni á þann hátt að mannvirkin falli sem best inn í landslagið og umhverfið.

Kynntar verða á fundinum tæknilegar forsendur verkefnisins og skipulagstillaga sem er í kynningarferli.

Fundurinn er haldinn í Leikskólabyggingu Dalskóla, Úlfarsbraut 118-120, 113 Reykjavík, fimmtudaginn 6. desember, kl. 20.

Allir velkomnir.

Tengill

Úlfarsfell kynning

Auglýsing

Fundurinn er í leikskólabyggingu Dalskóla: