No translated content text
Gengið hefur verið frá ráðningum skólastjóra við tvo grunnskóla borgarinnar; í Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla.
Ásta Bjarney Elíasdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Breiðholtsskóla. Ásta Bjarney hefur lokið B.Ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands, diplóma í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari í sjö ár, sem deildarstjóri í tvö ár, sem aðstoðarskólastjóri í sjö ár og nú síðast sem skólastjóri Húsaskóla frá 2012.
Birna Sif Bjarnadóttir hefur verið ráðinn skólastjóri Ölduselsskóla. Birna Sif hefur lokið M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Hún hefur einnig sótt fjölmörg námskeið og ráðstefnur, innan lands sem utan. Birna Sif hefur starfað sem grunnskólakennari í 10 ár, sem deildarstjóri í eitt ár og sem aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla í eitt ár, þar sem hún leysti einnig skólastjóra af um lengri og skemmri tíma.