Transkona forseti borgarstjórnar

Stjórnsýsla

""

Í dag, þriðjudaginn 18. maí, tekur Alexandra Briem við forsæti borgarstjórnar Reykjavíkur en hún er fyrsta transkonan til að gegna því embætti.

Alexandra tekur við keflinu frá Pawel Bartoszek, sem verður formaður skipulagsráðs. Alexandra segist bæði stolt og hrærð að vera falin þessi ábyrgð. „Þó að réttindabarátta trans- og hinsegin fólks sé komin lengra á Íslandi en víða annars staðar og þó svo að við höfum öll séð fyrir okkur að það væri alveg mögulegt að transmanneskja gæti fengið svona embætti, þá er það öðruvísi að sjá það raungerast. Það sendir viss skilaboð, bæði til okkar sjálfra, að við séum land sem gerir ekki upp á milli fólks á þessum grunni, en ekki síður út á við til umheimsins. Því er alls ekki að fagna að réttindi transfólks séu örugg í heiminum, þvert á móti er transfólk, og transkonur sérstaklega, sá hópur sem verður fyrir mestu ofbeldi á höfðatölu í heiminum, sem er mest myrtur,“ segir Alexandra.

Hún bætti því við að hún hlakki til að takast á við hlutverk forseta borgarstjórnar og heitir því að  inna það af hendi eins vel og unnt er.