Tónverkið Helga EA2 flutt á Sjóminjasafninu

Menning og listir Mannlíf

""

Ragnheiður Árnadóttir söngkona flytur tónverkið Helga EA2 eftir Ásbjörgu Jónsdóttur í Sjóminjasafninu í Reykjavík, laugardaginn 25. maí kl. 14:00

Samið var sérstaklega fyrir Ragnheiði í tilefni Myrkra músíkdaga. Texti verksins flytur örlagasögu Helgu EA2, skips sem keypt var til Íslands nokkru fyrir þar síðustu aldamót en ljóð Ragnars S. Helgasonar frá Álftafirði í N-Ísafjarðarsýslu liggur því til grundvallar.

Helga, unnusta eins smiðsins lést við sjósetningu skipsins og var eftir það talin verndarengill skipsins og fylgdi því og verndaði þar til skipið sigldi áhafnarlaust út á haf og hefur síðan ekki sést. Verkið er eins konar samtal á milli Helgu og sögumanns. Allt hverfist um röddina, blæbrigði hennar og leiðir hennar til að tjá tilfinningar og segja sögu, án og með orðum.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Tónleikarnir eru styrktir af Reykjavíkurborg.

Nánar um viðburðinn á Facebook