Tónlist, götubiti, dans, myndlist og sirkusdagskrá í sumar

Umhverfi Mannlíf

""

Búið er að úthluta úr viðburðarpotti Sumarborgarinnar fyrir miðborgina. Alls bárust 60 umsóknir en 37 fengu styrki fyrir að glæða borgina lífi í gegnum allt frá dansi, tónlist og gjörningum, yfir sirkus og fjölskyldudagskrá.

Sumarborgin auglýsti eftir umsóknum um styrki til verkefna sem stuðla að samstarfi borgar og aðila í miðborginni. Tilgangurinn er að gera þeim kleift að skipuleggja ýmsa viðburði og uppákomur sem hvetja borgarbúa og aðra landsmenn til að upplifa miðborgina og njóta alls þess sem hún hefur upp á að bjóða.

Helstu skilyrði fyrir styrkveitingu voru:

  • Verkefnið skal glæða borgina lífi og varpa ljósi á fjölbreytileika miðborgarinnar.
  • Verkefnið skal vera samstarfsverkefni hið minnsta tveggja aðila í miðborginni.
  • Verkefnið skal fara fram á tímabilinu frá júní 2020 – ágúst 2020.
  • Margir fái að njóta.

Alls bárust um 60 umsóknir þar sem sótt var um fyrir samtals 27.750.000 kr. Sumarborgin hafði til úthlutunar 10.780.000 kr. og veitti vilyrði fyrir 37 styrkjum fyrir þá upphæð.

Framkvæmdir tengdar húsnæði, innan- eða utanhúss, voru ekki styrktar eða markaðssetning einstaka reksturs. Ekki voru veittir styrkir vegna Menningarnætur. Bent er á að pottur Menningarnætur er núna opinn

Eftirfarandi aðilar og fyrirtæki fengu styrk:

Viðburðapottur Sumarborgarinnar 2020

 

 

Umsækjandi

Verkefni

Úthlutun  kr.

Fimm plötuverslanir í samstarfi við Tónlistarborgina 

Tónlistardagskrá,Lucky Records, Reykjavík Record Shop, Smekkleysa, 12 tónar, Geisladiskabúð Valda og Tónlistarborgin

           1,000,000

12 tónar og listamenn

Tónleikar undir trénu/Tónleikaröð á föstudögum í allt sumar

              500,000

Götubiti ehf

Götubitahátíð á Miðbakka

              500,000

Hönnunarmars

Tóm rými í miðborginni nýtt sem sýningargluggar

              500,000

Reykjavík Fringe festival og Menningarfélagið HneyksList

Reykjavík Fringe Festival

              500,000

Lucy Records og Hlemmur mathöll

Síðdegistónleikar við Hlemm mathöll

              500,000

Nýló ofl rekstraaðilar í myndlist í miðborg

Góðir fimmtudagar

              400,000

Vonarstræti og Vínstúkan 10 sopar

Viðburðaröð - þegar bílarnir fara er sviðið okkar

              350,000

Ásrún Magnúsdóttir og samstarfsaðilar

Hótelgjörningur

              350,000

Tjarnarbíó og Juan pictures

Myndskreyting á Tjarnarbíó

              330,000

Vínstúkan, Sumac og Public House

Jónsmessuhátíð á Laugavegi

              300,000

Kling og Bang, Marshall, Nýló  ofl

Útíhátíð við Marshall húsið

              300,000

Sirkus Ananas

Glappakast - Sirkussýningar fyrir börn í Hljómskálagarðinum

              300,000

10 ljóðskáld í samvinnu við gallerí

Myndmál

              300,000

Helga Mogensen/Kirsuberjatréð

Portmarkaður - Kirsuberjatréð

              300,000

Dillon og Chuck Norris

Sirkus sýningar í portinu i júní

              250,000

Hlemmur mathöll

Fjölskyldudagskrá í sumar

              250,000

Grandi mathöll

Fjölskyldudagskrá í sumar

             250,000

Sæta svínið og Fjallkonan

Tivolí dagar

              250,000

Hannesarholt og listamenn

Tónleikar og syngjum saman

              250,000

Gallerí port, Bravo og Macland

Vinnustofa og tónlist

              250,000

Götubiti ehf

Karnival á Klambratúni

              250,000

Atli Bender + listamenn

Doctor Comicus myndasögusýning

              250,000

Aurora Hunters og Iurie FineArt 

Ljósmyndasýning á Skólavörðustíg

              250,000

Tveir heimar

Qigong fyrir alla á Klambratúni

              250,000

Kore og Hjólabrettaskóli Reykjavíkur

Slides and grinds keppni

              200,000

Röntgen, Gamla bío og Bardús

Innipúkinn - útisvæði

              200,000

Allir hjóla

Allskonar hjól fyrir alla til að njóta og upplifa

              200,000

Andrými og skógr félag Rvk

Grasnytjar

              200,000

Pera óperukollektív, MATR og Norræna húsið

Söngljóðasúpa í Norræna húsinu

              200,000

Sandra Sano

Dans Afrika

              200,000

Unnur María

Húllahringjagerðarsmiðjur

              200,000

Dansskóli Brynju Pé

Partýtímar á Ingólfstorgi

              120,000

Rekstaraðilar á Laugavegur 2

Sumardagskrá

              100,000

Vínstúkan, Búkalú og fl. samstarfsaðilar

Portkonu Kabaret

              100,000

Dansskóli Brynju Pé

Wacking hátíð á Skólavörðustíg

                 80,000

12 tónar og listamenn

Laugardagsmarkaður

                 50,000

 

 

         10,780,000

 

Markmið Sumarborgarverkefnisins er meðal annars að  efla og kynna miðborgina sem sjálfstæðan áfangastað og styðja þannig við fyrirtæki; verslun, veitingastaði og aðra þjónustu á svæðinu. Mannlíf og menning er efld með margvíslegum hætti auk viðburða eins og með endurhönnun borgarrýma, hreinsun og umhirðu. 

Hægt er að fylgjast með því sem er um að vera í borginni á nýjum viðburðavef.