Tími Friðarsúlunnar í Viðey

Menning og listir

""

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í 13. sinn næstkomandi miðvikudag, 9. október klukkan 20.00. Í eyjunni verður friðsæl athöfn en eins og margir vita er 9. október fæðingardagur Johns Lennons og mun Friðarsúlan varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardægur hans.

Boðið er upp á fríar ferjusiglingar og strætóferðir fyrir og eftir athöfn. Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og fleiri halda úti dagskrá í viðey sem hefst kl. 17.45 og stendur til 21.30.

Salóme Katrín flytur tónlist í Viðeyjarnausti og Hamrahlíðarkórinn mun syngja við Friðarsúluna auk þess sem formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir flytur ávarp. Það er venja að um leið og kveikt er á súlunni er lagið Imagine eftir John Lennon og Yoko Ono spilað undir og fólki gefst tækifæri til að taka myndir og deila viðburðinum í máli og myndum á samfélagsmiðla. Að lokum leikur Teitur Magnússon fyrir gesti í Viðeyjarnaustinu.

Siglingar og Strætó

Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Siglt verður frá Skarfabakka frá kl. 17.30 til 19.30. Fríar strætóferðir verða frá Hlemmi að Skarfabakka. Fyrsti vagn fer frá Hlemmi kl.17.15 og ekið verður til kl. 19.00. Fyrsta ferja eftir tendrun Friðarsúlunnar siglir frá Viðey kl. 20.30. Hægt verður að taka strætó frá Skarfabakka að Hlemmi frá kl. 20.40 og þar til lokið verður að flytja gesti úr Viðey.

Dagskrá

Dagskráin hefst kl. 17.45 með leiðsögn um verk Richards Serra í Viðey á vegum Listasafns Reykjavíkur. Klukkan 18.00 hefst söguganga um byggð og sögu í eyjunni á vegum Borgarsögusafnsins. Leiðsögnin er endurtekin kl. 18:45 og 19:00.  Beint streymi verður svo frá athöfninni klukkan 20.00. Leiðsögn hefst við Viðeyjarstofu. 

Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og fleiri halda úti dagskrá sem hefst kl. 17.45 og stendur til 21.00.

  • 17:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um Richard Serra
  • 18:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur
  • 18:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um Richard Serra
  • 19:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur

Dagskrá vegna Friðarsúlu

  • 19:00 Salóme Katrín flytur tónlist sína í Viðeyjarnausti
  • 19:45 Hamrahlíðarkórinn kemur fram við Friðarsúluna
  • 20:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs flytur ávarp
  • 20:10 Friðarsúlan tendruð undir laginu Imagine með John Lennon
  • 20:30 Teitur Magnússon leikur fyrir gesti í Viðeyjarnausti

Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu Johns Lennons. Friðarsúlan er tendruð árlega á fæðingardegi Lennons þann 9. október og lýsir til 8. desember sem er dánardagur hans. Listaverkið er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði. Friðarsúlan, er í  formi óskabrunns en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon. 

English version

IMAGINE PEACE TOWER in Viðey Island will be illuminated for the 13th time in a beautiful ceremony on Wednesday October 9th at 8 pm. The programme starts at 5:45 pm and lasts until 9:00 pm.

Ferry ride and City Bus

Yoko Ono invites everyone to sail free of charge to Viðey Island for the ceremony of the Illumination of IMAGINE PEACE TOWER with the Viðey Island Ferry. 

  • 5:15 – 7:00 pm: The City Bus runs from Hlemmur bus terminal to Skarfabakki Pier every 20 minutes. The City Bus is free of charge from Hlemmur bus terminal to Skarfabakki Pier and back again. 
  • 5:30- 7:30 pm: The ferry sails from Skarfabakki Pier to Viðey Island.
  • 20:30 pm: After the ceremony the ferry sails from Viðey Island to Skarfabakki Pier until the island has been evacuated. The City Bus will run to Hlemmur bus terminal from Skarfabakki Pier until the last ferry has arrived.

Programme

For people who come early, there will be a choice of various events.

  • 5:45 pm: Guided tours on the history of Viðey and the works of Richard Serra.  
  • 6:00 pm: History walk
  • 6:45 pm: Guided tours on the history of Viðey and the works of Richard Serra. 
  • 7:00 pm: History walk 

Programme at Peacetower

  • 7:00 pm: Music performance by Salóme Katrin at Viðeyjarnaust
  • 7:45 pm: Hamrahlíðar choir performs
  • 8:00 pm: Speach
  • 8:10 pm: Imagine Tower lit
  • 8.30 pm: Music performance by Teitur Magnússon

Refreshments can be bought in Viðeyjarnaust and Viðeyjarstofa. 

ATTENTION – WE ENCOURAGE EVERYONE TO DRESS ACCORDING TO WEATHER. For further information visit https://borgarsogusafn.is/videy/syningar/fridarsulan

IMAGINE PEACE TOWER

IMAGINE PEACE TOWER is an outdoor work of art conceived by Yoko Ono, located at Viðey Island, honouring the memory of her late husband, John Lennon. Each year, on his birthday, IMAGINE PEACE TOWER is re-lit in a ceremony and beams with a stream of lights high into the sky until it is turned off on the day he died, 8 December. The art piece is a symbol for John and Yoko’s fight for peace. IMAGINE PEACE TOWER has the shape of a wishing well where the words “Imagine Peace” are written in 24 languages all around the art piece, and refer to the song “Imagine” by John Lennon.