Tímamót í varðveislu gagna

Stjórnsýsla

""

Í lok júní urðu tímamót í skjalastjórn Reykjavíkurborgar þegar Borgarskjalasafn Reykjavíkur samþykkti að taka móti rafrænum gögnum til langtímavarðveislu.

Þetta eru þáttaskil í rafrænni stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg, þar sem skjöl verða varðveitt og afhent á rafrænu formi og hætt verður að prenta út gögn.

Kerfið sem samþykkt var til langtímavarðveislu hefur hlotið nafnið Hlaðan og er byggt á  GoPro Foris 1.9 frá Hugvit hf.  Stefnt er að því að öll stjórnsýsla og svið borgarinnar innleiði Hlöðuna á næstu mánuðum.

Áður hafði Reykjavíkurborg samið við Netværket Elektronisk Arkivering (NEA)  um ráðgjöf og þjónustu varðandi langtímavarðveislu rafrænna gagna og hefur Borgarskjalasafn Reykjavíkur aðgang að þeirri þjónustu.

Nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til safnsins til að veita ráðgjöf um rafræna langtímavörslu til afhendingarskyldra aðila, yfirfara tilkynningar og sinna auknum verkefnum vegna þeirra.

Með samþykktinni er áfanga náð hjá Borgarskjalasafni þar sem varðveisla skjala verður rafræn, sem er umhverfisvænna og ódýrara þegar til lengri tíma er litið.

Reykjavíkurborg hefur með þessu tekið forystu á sviði skjalastjórnar, hvað rafræna stjórnsýslu og langtímavörslu rafrænna gagna varðar.