Tímabundin lokun á Geirsgötu helgina 7. til 10. júlí

Framkvæmdir Mannlíf

""

Fyrirhuguð er tímabundin lokun á Geirsgötu föstudaginn 7. júlí meðan núverandi hjáleið verður færð til. Lokað verður kl. 9 á föstudagmorgun þegar mesta morgunumferðin er farin hjá. Lokunin mun standa yfir í 4 daga til mánudagsins 10. júlí. 

Hjáleið verður um Skúlagötu, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Tryggvagötu. Engin breyting verður á akstri strætisvagna á svæðinu.

Framkvæmdir við Hafnartorg og nýja Geirsgötu hafa staðið yfir um nokkurt skeið og vegna þeirra  liggur Geirsgata nú um hjáleið innan lóðar Austurhafnar ehf.  Hluti þessara framkvæmda ganga út á að gera bílakjallara, en bílakjallarinn við Hörpu og bílakjallarinn við Hafnartorg verða samtengdir. Ofan á hluta bílakjallara kemur ný Geirsgata.

Um að ræða mjög flókna byggingar- og  gatnaframkvæmd þar sem margir þættir þurfa að ganga upp og því óhjákvæmilegt að grípa til lokunar á götunni. 

Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund og velja sér aðrar leiðir eftir því sem mögulegt er því búast má við umferðartöfum. Gönguleiðir um svæðið verða áfram meðfram Arnarhóli og um gönguljós yfir Geirsgötu vestan við Kolaportið. Gert er ráð fyrir að opna Geirsgötu aftur mánudaginn 10. júlí og verður þá umferðinni hleypt á hluta bílakjallarans sem verið er að byggja á svæðinu. Framkvæmdum við nýja Geirsgötu og ný gatnamót hennar við Kalkofnsveg á að ljúka að fullu fyrir árslok.

Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá:   Geirsgata/Kalkofnsvegur breyting gatnamóta