Tilnefning til loftslagsviðurkenninga Reykjavíkurborgar og Festu | Reykjavíkurborg

Tilnefning til loftslagsviðurkenninga Reykjavíkurborgar og Festu

fimmtudagur, 15. nóvember 2018

Leitað er eftir tilnefningum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum vegna loftslagsviðurkenninga, umsóknir verða að berast inn fyrir 25. nóvember. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. 

  • Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra.
    Á hinum árlega loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem fram fer í Hörpu 29. nóvember verða veittar viðurkenningar vegna loftslagsmála.

Loftslagsviðurkenning 2018

Á hinum árlega loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem fram fer í Hörpu 29. nóvember verða veittar viðurkenningar vegna loftslagsmála.Yfirskrift Loftslagsfundar í ár er nýsköpun og er tengt við heimsmarkmiði Sameinuðu Þjóðanna nr. 9 sem er nýsköpun og uppbygging.

Hægt er að senda inn tilnefningar með fyrirsögninni „Loftslagsviðurkenning 2018“ á usk@reykjavik.is 

 

Markmið viðurkenninganna

Leitað er eftir tilnefningum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum vegna loftslagsviðurkenninga. Markmið viðurkenninganna er að:

  • Hvetja til minni losunar gróðurhúsalofttegunda
  • Vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum
  • Hvetja til nýjunga og nýrra lausna í loftslagsmálum
  • Styðja við Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar

Dómnefndin byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklingar hafa gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um loftslagsmál, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og setja fram nýjar lausnir í loftslagsmálum. Hér er gátlisti vegna tilnefninga.

Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Í fyrra var horft m.a. til þess árangurs sem náðst hafði við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig var litið til þess hvað aðgerða hafði verið gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um loftslagsmál og að setja fram nýjar lausnir til að draga úr losun. Sjá frétt frá síðasta ári.

 

Hvenær: 29. nóvember 2018 – 8:30 – 12:00

Hvar: Kaldalón í Hörpu

Fyrir hverja: Aðilar að loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og aðrir áhugasamir - en mikilvægt að skrá sig hér