Tillaga að nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar til umsagnar

Reykjavík úr lofti

Á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar hinn 30. mars 2023 var samþykkt að auglýsa tillögu að nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar og óska eftir umsögnum um tillöguna.

Markmið nýrra innkaupareglna er að auka á sveigjanleika fyrir kaupendur innan Reykjavíkurborgar við innkaup í samræmi við heimildir laga um opinber innkaup sem og eftirlit innkaupa- og framkvæmdaráðs. Samhliða er þó aukið eftirlit með samningum er gerðir eru á grundvelli rammasamninga og gagnvirku innkaupakerfi. Þá eru reglurnar gerðar markvissari með því að sameina umfjöllun undir færri ákvæði sem og að vísa til laga um opinber innkaup um umfjöllun þegar við á.

Hér með er tillaga að nýjum innkaupareglum kynnt áhugasömum til umsagnar.

Umsagnarfrestur er til og með 24. apríl nk. og skal umsögnum skilað rafrænt á netfangið utbod@reykjavik.is.