Tillaga að friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði

Umhverfi

""

Reykjavíkurborg og Umhverfisstofnun hafa undanfarið unnið að undirbúningi friðlýsingar Akureyjar í Kollafirði og er tillagan hér með auglýst til kynningar og umsagnar. Frestur til að skila athugasemdum við tillögu Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 1. maí 2019

Í tillögu að friðlýsingu Akureyjar er lagt til að öll landtaka af sjó verði óheimil nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá er lagt til að hámarkshraði vélknúinna farartækja á sjó innan friðlandsins verði 4 sjómílur. Lagt er til að umferð vatnatækja, s.s. sjókatta og seglbretta verði óheimil innan marka friðlandsins. Siglingar smábáta, svo sem vegna útsýnisferða, eru heimilar allt árið. Að öðru leyti hefur friðlýsingin ekki áhrif á hefðbundnar siglingaleiðir.

Tillaga að friðlýsingarmörkum miðast við hnitsett mörk skv. hnitaskrá og birt eru á korti. Eru mörkin þau sömu og auglýst voru opinberlega þann 30. október sl.

Frestur til að skila athugasemdum við tillögu Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 1. maí 2019. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Frekari upplýsingar veita sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hildur Vésteinsdóttir (hildurv@ust.is) sviðsstjóri og Þórdís Vilhelmína Bragadóttir (thordis.bragadottir@ust.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Gögn: