Tilboð borgarinnar til starfsfólks Eflingar á leikskólum var gert opinbert í gær.
Heildarlaun ófaglærðs starfsfólks í leikskólum hækka í 460.000 krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.
Heildarlaun ófaglærðs deildarstjóra í leikskólum hækka í 572.000 krónur með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 102.000 krónur, úr 418.000 krónum í 520.000 krónur.
Til viðbótar kemur m.a. stytting vinnuvikunnar. Launahækkanirnar koma fram á samningstíma samkvæmt tímalínu Lífskjarasamningsins.