Þúsund hugmynda borgin

Betri hverfi Framkvæmdir

""

Hugmyndasöfnun á vefnum hverfidmitt.is gekk vonum framar en alls bárust 1.080 hugmyndir og er nýtt met. Síðast bárust 915 hugmyndir og þar áður voru þær 597 talsins.

Mögulegt verður til 8. apríl að rökstyðja, ræða og gefa hugmyndum vægi á vefnum hverfidmitt.is . Hugmyndir sem teknar verða í áframhaldandi vinnslu verða að fá fylgi 10 íbúa, en íbúar greiða hugmynd leið með því að smella á hjarta við þær hugmyndir sem þeim líkar við. 

Fagteymi umhverfis- og skipulagssviðs er þegar byrjað að vinna úr hugmyndum sem bárust og í júní taka hverfisráð borgarinnar ákvörðun um 25 hugmyndir fyrir borgarhlutana tíu.  Frumhönnun verður síðan unnin fyrir þessar 250 hugmyndir þannig að þegar kemur að kosningu meðal íbúa geti þeir betur gert upp hug sinn. Kosningar verða 17. – 31. október.

Fjöldi hugmynda eftir borgarhlutum:

  • Grafarvogur 180
  • Breiðholt 160
  • Laugardalur 124
  • Háaleiti og Bústaðir 143
  • Miðborg 111
  • Hlíðar 101
  • Árbær 87
  • Vesturbær 78
  • Grafarholt og Úlfarsárdalur 61
  • Kjalarnes 35

Tengt efni: