Búist er við að hirða úrgangs í Reykjavíkurborg gangi vel um komandi jól og áramót, en á þessum tíma ársins er aukið álag á þjónustuna vegna neyslu og óstöðugs veðurs.
Starfsfólk sorphirðunnar verður að störfum helgina fyrir jól og milli hátíða eins og þörf krefur og einnig verða grenndargámar tæmdir.
Losunardaga í öllum hverfum borgarinnar má að finna hér: Sorphirðudagatal.
Salta og sanda
Til að tryggja að allt vel gangi og að heimilin fái sína þjónustu er mikilvægt að huga að aðgengi að ílátum við heimili, moka frá og greiða gönguleiðir, til dæmis með því að sanda og salta.
Íbúum býðst að sækja sér að kostnaðarlausu salt og sand á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar, sjá hér: Salt og sandur.
Jólapappír og bönd
Til að koma í veg fyrir að ílát við heimili og grenndargámar fyllist of fljótt vill sorphirðan hvetja íbúa borgarinnar til þess að hafa í huga að endurnýta má jólapappír og bönd, en Sorpa miðlar upplýsingum tengdum umhverfisvænum jólaundirbúningi og flokkun á ýmsu sem fellur til jólum á heimasíðu sinni.
Einnig er gott að safna pappír og plasti og fara með á endurvinnslustöðvar Sorpu og koma þannig í veg fyrir að ílátin heima fyllist. Upplýsingar um umhverfisvæn jól, staðsetningu og opnunartíma endurvinnslustöðva er að finna á sorpa.is.
Umfram úrgangur í sérmerktum pokum
Umfram blandaður úrgangur sem ekki rúmast í ílátum við heimili þarf að vera í sérmerktum pokum ef það á að hirða hann með tunnum. Verð slíkra poka er 896 kr./stk en þeir eru seldir 5 stykki á rúllu. Pokana er hægt að kaupa á hjá N1 stöðvum i Reykjavík og í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14.
Gleðilega hátíð!