Eins og undanfarin ár eiga íbúar þess kost að sækja sér salt og sand á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar til að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum.
Íbúar eru beðnir um að hafa með sér margnota ílát. Plastpokar sem staðið hafa til boða heyra brátt sögunni til og verða aðeins lagðir til á meðan birgðir endast.
Hverfastöðin fyrir vesturborgina sem var á Njarðargötu er flutt í nýja og glæsilega aðstöðu að Fiskislóð 37 C.
Saltið og sandurinn er eingöngu í boði til heimilisnota, en ekki í tengslum við fyrirtækjarekstur.
Íbúar geta sótt sér salt og sand á eftirtalda staði:
- Þjónustumiðstöðin við Svarthöfða (hjá Stórhöfða)
- Hverfastöðin að Fiskislóð 37 C,
- Hverfastöðin í Jafnaseli og
- Hverfastöðin á Kjalarnesi.
Stöðvarnar opna allar kl. 7.30 virka daga og eru opnar til kl. 17.00 mánudaga til fimmtudaga, en til kl. 15.25 föstudag.