Þingmenn Reykjavíkur mættu í Fellaskóla í kjördæmaviku

Skóli og frístund Velferð

Kjördæmavika, heimsókn í Fellaskóla

Þingmenn Reykjavíkur mættu í Fellaskóla í kjördæmaviku í boði skólans og formanna skóla- og frístundaráðs, velferðarráðs og menningar og íþróttaráðs Reykjavíkur.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri setti fundinn og nemendur við skólann fluttu tónlistaratriði fyrir gestina. Umfjöllunarefni fundarins var fjölmenningarlegt samfélag, sérstaða Breiðholts innan borgarinnar og hvað þurfi að leggja áherslu á til að styðja við inngildingu. Í Breiðholti er unnið með fjölda verkefna til að jafna tækifæri til þátttöku í samfélaginu og voru þau kynnt fyrir þingmönnunum.

Leggja áherslu á málþroska og valdeflingu nemenda

Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla sagði frá starfi skólans þar sem fjölmenningin er með því mesta sem gerist og hvernig þau vinna með málþroska og læsi. Í skólanum er lögð mikil áhersla á íslensku, lestur og orðaforða. Þar er tónlist líka notuð til að styðja við málþroska og valdeflingu nemenda. Þessi vinna er að skila sér í því að sjálfsmat nemenda er á uppleið. 

Kjördæmavika, heimsókn í Fellaskóla

Fellaskóli er í góðu samstarfi við leikskólana, skólahljómsveitina og starfsstöðvar frístundastarfsins með það að markmiði að taka vel utan um nemendahópinn og auka tækifæri þeirra til þátttöku. Helgi tók dæmi um hvað nemendum í Fellaskóla sem eru að læra á hljóðfæri hefur fjölgað. Fyrir ekki svo löngu var bara einn nemandi sem var að læra á hljóðfæri en nú eru þeir um 25. Þá lagði Helgi áherslu á að allir sem hingað koma fái tækifæri til þátttöku í samfélaginu og íslenskukennsla þurfi að vera í boði fyrir alla sem hingað flytja, líka fullorðna fólkið. 

Inngilding í gegnum áhugasvið getur verið árangursrík

Meðal verkefna sem voru kynnt snýr að því að auka þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi en þekkt er að börn með fjölmenningarlegan menningar og tungumála bakgrunn nýta síður frístundastyrkinn. Hins vegar hefur tekist með sérstökum kynningum á ýmsum möguleikum tekist að fjölgað þeim sem nýta styrkinn sem er mikilvægt fyrir inngildinu sem virkar vel þegar hún fer fram í gegnum áhugasvið fólks.

Fjölmargir þingmenn Reykjavíkur mættu á fundinn, þar á meðal þrír ráðherrar, þau Lilja Alfreðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 

Kjördæmavika, heimsókn í Fellaskóla