Þekkir þú mig? Lærum að greina plöntur

Umhverfi Íþróttir og útivist

""

Næsti fræðsluviðburður Reykjavík - iðandi af lífi er á fimmtudaginn kl. 13.

Margir hafa áhuga á að skoða plöntur og dýr í sínu nánasta umhverfi enda er fjölbreytnin í náttúrunni mikil og oft á tíðum framandi. Það getur verið kúnst að greina lífverurnar til tegunda og þá er gott að tileinka sér greiningarlykla og handbækur. Fimmtudaginn 7. ágúst býður Reykjavík - iðandi af lífi upp á fræðsluviðburð þar sem viðfangsefnið er flokkun plantna og dýra og hvernig best er að greina til tegunda.  Kynntar verða helstu handbækur og greiningarlyklar sem eru til á íslensku og síðan fá allir að spreyta sig við að greina nokkrar plöntutegundir – sumar einfaldar og aðrar meira krefjandi.

Hist verður í Fossvogi við innganginn að ræktunarstöðinni við Fossvogsveg kl. 13. Gestir eru kvattir til að taka með sér greiningarhandbækur. Umsjón með fræðslunni hefur Snorri Sigurðsson líffræðingur.

Sjá einnig www.facebook.com/reykjavikidandi