Þegar skóla- og frístundastarf raskast vegna veðurs

Skóli og frístund

Börn í óveðri.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fylgist með veðri og veðurspám og sendir út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.

Fylgjast vel með veðri og spám

Mikilvægt er að foreldrar og forsjáraðilar, fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Veðurfar og aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og breyst skjótt með ófyrirséðum hætti. Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema tilkynnt sé um það sérstaklega.

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi þegar er gul verðurviðvörun. Að morgni þarf að tryggja að starfsmaður sé í skólanum til að taka á móti börnunum ef einhver röskun hefur orðið á skólastarfi sökum veðurs.

Leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn þegar skólastarf raskast vegna veðurs.