Það er óbragð af matarsóun

Umhverfi

Nýtnivika 2024

Þema Evrópskrar nýtniviku 2024 er matarsóun undir slagorðinu: Það er óbragð af matarsóun!  

Sérstök áhersla er lögð á nýtingu afganga. Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir, skólar og almenningur eru hvött til þess að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn matarsóun með því að gefa afgöngunum gaum.

Matarsóun á Íslandi jafngildir um 160 kílóum á hvern íbúa á ári. Tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum. Að minnka matarsóun er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

Það eru ýmsar leiðir til að vekja athygli á matarsóun og nýtingu afganga, til dæmis:

  • Hvernig er hægt að nýta afganga sem best? 
  • Góð ráð fyrir heimili/vinnustaði/veitingastaði sem vilja lágmarka matarsóun
  • Jólahátíðin og matarsóun

Um nýtniviku

Reykjavíkurborg er þátttakandi í Evrópsku nýtnivikunni sem er árlegt samevrópskt átak sem stendur að þessu sinni yfir dagana 16. - 24. nóvember. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.