Takmarkanir á umferð á sumardaginn fyrsta

Heilsa Íþróttir og útivist

Hlauparar í víðavangshlaupi ÍR hlaupa um miðborgina. Appelsínugult Gatorade auglýsingaskilti yfir þeim.

Á morgun sumardaginn fyrsta, 20. apríl, verða takmarkanir á umferð í miðborginni frá kl. 10:30-13:15 vegna 107. Víðavangshlaups ÍR sem jafnframt er meistaramót í 5 km götuhlaupi.

Þátttakendur í hlaupinu verða rúmlega 500, en á meðal þeirra eru hinir sterku hlauparar, ÍR-ingarnir Hlynur Andrésson og Andrea Kolbeinsdóttir.  

Lokanir/takmarkanir á umferð vara frá klukkan 10:30 – 13:15, einkum þó á bilinu 11:00 – 13:00. Strætó mun keyra framhjá viðburðasvæðinu frá kl. 10:30 - 13:15.  

Götulokanir  verða í kringum Pósthússtræti, Lækjargötu frá Bankastræti, Fríkirkjuveg, Sóleyjargötu, Skothúsveg og Tjarnargötu. 

Hlaupið er ræst í Pósthússtræti, hlaupið að Tryggvagötu og þaðan upp Hverfisgötu. Beygt til hægri inn Barónsstíg og Laugavegurinn hlaupinn til baka að Fríkirkjuvegi. Hlaupið er framhjá Tjörninni út á Gömlu Hringbraut og snúið við hjá BSÍ. Hlaupið til baka að Tjörninni, beygt til vinstri hjá Skothúsvegi, til hægri inn á Tjarnargötu og svo til hægri við Ráðhúsið inn á Vonarstrætið og þaðan til vinstri inn í endamarkið sem er í Pósthússtræti. 

ÍR-ingar biðja öll að sýna hlaupurum tillitssemi og fara varlega. 

Frekari upplýsingar veitir brautarstjóri Sigurður H. Sigurðsson í síma 665 7077 hlaupstjóri Inga Dís Karlsdóttir í síma 695 4460.