Takk fyrir komuna á Menningarnótt 2023!

Tónaflóð á Menningarnótt 2023, séð frá Arnarhóli
Tónaflóð á Menningarnótt, séð frá Arnarhóli

Menningarnótt er nú lokið og vill Reykjavíkurborg þakka gestum fyrir komuna. Hátiðin gekk mjög vel fyrir sig. Talið er að vel yfir 100 þúsund gestir hafi lagt leið sína í miðborgina og notið yfir 400 fjölbreyttra viðburða sem sem íbúar, listamenn, veitinga- og verslunareigendur auk menningarstofnana buðu upp á.  

Fjöldi fólks hefur unnið sleitulaust við undirbúning og skipulagningu Menningarnætur, starfsfólk Reykjavíkurborgar, viðbragðsaðilar, rekstraraðilar, listafólk og fleiri. Hátíðin væri ekki jafn glæsileg og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Takk öll fyrir ykkar framlag.

Reykjavíkurborg vill einnig þakka heiðursgesti Menningarnætur í ár - Vestmannaeyjabæ, fyrir einstaklega fróðlega og skemmtilega dagskrá. 

Takk kærlega fyrir komuna, við sjáumst að ári!