Takk fyrir komuna á Vetrarhátíð!

Borgarstjóri og ljóslistaverk

Fjöldi gesta lagði leið sína á Vetrarhátíð sem haldin var á höfuðborgarsvæðinu dagana 1. til 3. febrúar. Ljóslistaverk lífguðu upp á götumyndina, í sundlaugunum var boðið upp á skemmtidagskrá og söfn opnuðu dyr sínar og var frítt inn á alla viðburði.

Að þessu sinni fór setningin fram við listaverkið Absorbed by light eða Umlukin birtu við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Verkið var til sýnis á ljósahátíðinni í Amsterdam sem lauk um miðjan janúar. Þetta er eins konar þátttökuverk og listamaðurinn vísar í símanotkun, þrjár verur sitja á bekk, þær eru á staðnum en víðs fjarri í huganum. Verkið naut mikilla vinsælda á Skólavörðustíg. 

Vetrarhátíð

21 ljóslistaverk var sett upp á Ljósahátíðinni og mynduðu verkin skemmtilega ljósaslóð frá Hallgrímskirkju að Ráðhúsi Reykjavíkur. 

Sundlauganótt fór fram á fimmtudeginum í þrettán sundlaugum þar sem meðal annars var boðið upp á sirkus, slökun, sundballett og diskó.

Sundlauganótt

Á Safnanótt opnuðu 40 söfn dyr sínar og var boðið var upp á fjölbreytta viðburði fyrir alla fjölskylduna. 

Takk fyrir komuna á Vetrarhátíð! Sjáumst að ári!