Takk fyrir að kjósa í Hverfið mitt

Betri hverfi

Tutaj możesz zobaczyć frekwencję wyborczą w poszczególnych okręgach
Tutaj możesz zobaczyć frekwencję wyborczą w poszczególnych okręgach

Kosningu í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt 2023 lauk á miðnætti og var kosningaþátttaka góð, eða 12,2%.  Mesta þátttakan var í Grafarholti og Úlfarsárdal, því næst voru íbúar Kjalarness og í þriðja sæti komu svo íbúar Árbæjar og Norðlingaholts. Hér fyrir ofan má sjá þátttöku í hverju hverfi fyrir sig.

Skýrsla með nánari tölfræði um kosningarnar verður aðgengileg síðar. 

Hugmyndirnar sem valið stóð um voru 248 talsins. 62 þeirra hlutu kosningu og verða framkvæmdar. 

Aukið lýðræði með þátttöku íbúa 

Verkefnið Hverfið mitt hefur notið vaxandi fylgis síðustu ár og þróast í takt við ábendingar frá borgarbúum og víða úr borgarkerfinu sjálfu. Það er ánægjulegt að fá staðfestingu á því að íbúar vilja nýta sér þetta tækifæri og leggja sitt af mörkum við að bæta hverfin í borginni.  

„Við viljum þakka borgarbúum fyrir að taka þátt í kosningunni og þessu lýðræðisverkefni sem Hverfið mitt er. Með þessu samráði hefur tekist að bæta hverfin í borginni með innsýn og aðkomu borgarbúa,“ segir Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri. 

Verkefnin 62 sem kosin voru til framkvæmda núna bætast við þau 898 verkefni sem hafa þegar orðið að veruleika í gegnum íbúalýðræðið í Hverfið mitt. Verkefnin verða framkvæmd á næsta ári, 2024 og leitast verður við að hafa samráð við hugmyndasmiði um útfærslu verkefna. 

Á glænýjum vef fyrir Hverfið mitt má sjá verkefnin sem hlutu kosningu í hverju hverfi fyrir sig.

kona með skikkju á hlaupahjóli, kynningarmynd fyrir Hverfið mitt.