Sýningin Hvað svo? opnar í dag | Reykjavíkurborg

Sýningin Hvað svo? opnar í dag

fimmtudagur, 15. mars 2018

Sýningin HVAÐ SVO? opnar í dag, 15. mars, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 19. Allir velkomnir. 

  • Unnið að uppsetningu sýningarinnar Hvað svo?
    Unnið að uppsetningu sýningarinnar Hvað svo?
  • Unnið að uppsetningu sýningarinnar Hvað svo?
    Unnið að uppsetningu sýningarinnar Hvað svo?

Hvað hefur gerst og hvað er í vændum í miðborginni? Sýningin HVAÐ SVO? tekur nú við af forvera sínum Hvað er í gangi? Sýningin felst í módelum þar sem uppbyggingareitir í miðborginni eru settir í heildrænt samhengi. Þá er saga og þróun miðborgarinnar sögð í myndum, textum og viðtölum.

Markmiðið með sýningunni er að veita borgarbúum og öðrum áhugasömum innsýn í þá miklu umbreytingar sem eiga sér nú stað í miðborginni. Margt hefur risið á liðnu ári og  nokkrir uppbyggingarreitir eru nú fullkláraðir en annars staðar er verið að taka nýja grunna.

Sýningin HVAÐ SVO? opnar í dag kl. 19 í Tjarnarsal ráðhússins og eru allir velkomnir.

Leiðsögn um sýninguna

Í tilefni HönnunarMars og opnun sýningarinnar HVAÐ SVO? efnir Reykjavíkurborg til samtals milli borgar og hönnuða sunnudaginn 18 mars kl 13. Á viðburðinum munu þau Hjálmar Sveinsson og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, leiða gesti í gegnum þá uppbyggingu sem er í gangi í miðborginni og hvað í vændum er.

Hönnuðir og  reita, bygginga eða staða halda þá örerindi út frá eigin  sannfæringu og upplifun á verkefnum sem hafa áhrif á borgarumhverfið. Meðal þeirra hönnuða sem fram koma eru: Páll Gunnlaugsson, ASK arkitektum, Hildigunnur Haraldsdóttir, Hús og skipulag, Páll Hjaltason, +ARKITEKTAR, Sigríður Sigþórsdóttir og Ólafur Hersisson, Corpus,  Aðalheiður Atladóttir  og Falk Krüger,  A2F

Tenglar

Opnun sýningar - viðburður

Í einlægni - viðburður