Sýningaropnun í Ásmundarsafni á Menningarnótt

Mannlíf Menning og listir

""

Matthías Rúnar Sigurðsson er þriðji listamaðurinn sem gerir innrás í sýninguna List fyrir fólkið í Listasafni Reykjavíkur Ásmundarsafni. Sýningin verður opnuð kl. 15.00 laugardaginn 18. ágúst á Menningarnótt.

Matthías Rúnar Sigurðsson er þriðji listamaðurinn sem gerir innrás í sýninguna List fyrir fólkið í Listasafni Reykjavíkur Ásmundarsafni. Sýningin verður opnuð kl. 15.00 laugardaginn 18. ágúst á Menningarnótt.

Matthías vinnur meðal annars höggmyndir í stein. Klassísk handverksnotkun hans kallast skemmtilega á við verk Ásmundar og er fróðlegt að sjá ungan og upprennandi myndhöggvara sýna verk sín í samhengi Ásmundarsafns.

Árið 2018 eru fyrirhugaðar fjórar innrásir inn í sýninguna List fyrir fólkið, þar sem völdum verkum Ásmundar Sveinssonar er skipt út fyrir verk starfandi listamanna.

Fjórum listamönnum hefur verið boðið að setja upp verk sín á sýningunni í einkasamtali við verk Ásmundar. Það eru Guðmundur Thoroddsen, Hrafnhildur Arnardóttir a.k.a. Shoplifter, Margrét Helga Sesseljudóttir og Matthías Rúnar Sigurðsson. Öll vinna þau skúlptúra í ólík efni og veita verk þeirra áhugaverða sýn á þróun þrívíðrar myndlistar, efnisval og viðfangsefni.